Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Kristján Möller sátu í ríkisstjórn í 18 mánuði fyrir bankahrun. Þau bera auðvitað enga ábyrgð á bankahruninu heldur landsmenn sem settu þjóðarbúið á hausinn með því að kaupa of mikið af flatskjáum.
Ráðherrar samfylkingarinnar sem stýrðu þjóðarbúinu í 18 mánuði fyrir hrun vissu auðvitað ekki neitt um stöðu þjóðarbúsins og sögðu ekki einu sinni landsmönnum að hætta að kaupa svona mikið af flatskjáum.
Núna er samfylkingin sem ber auðvitað enga ábyrgð á bankahruninu, hafði ekki hugmynd um að almúginn væri að kaupa allt of mikið af tölvuskjám og fengu bara óvart styrki frá glæpamönnum sem stunda mikinn innflutning og langar til að landið sé enn þá opnara fyrir þá sem vilja gera góða díla á Íslandi, að leysa vandamálið sem hún ber auðvitað enga ábyrgð á án þess að sjá nokkra ástæðu til þess að spyrja almúgann sem keypti of mikið af flatskjáum hvort að þeim langi til þess að vera útlendingar, ESBingar.
Ísland verður aldrei nema jaðarríki í hinu mikla valdabákni ESB sem fyrst og fremst hugar að hagsmunum nýlenduveldanna í ESB.
Nýlenduveldanna sem eru búin að leggja undir sig markaði í Austurevrópu og eyðileggja sjálfsbjargargetu þessara landa að mati þeirra sem vel til þekkja á þeim slóðum.
Búið að sækja um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.