Lýðveldið Nýja Ísland

Það er sama hvert horft er, til stjórnmálanna, stjórnsýslunnar, fjármálakerfisins og viðskipta alls staðar blasir við tómt rugl.

Kröfur um lýðræði eru slegnar út af borðinu af stjórnmálamönnum, fólk er að missa heimilin sín og á varla fyrir mat auk þess sem það þarf að þiggja ölmusur.

Þess vegna ætla ég að stofna Nýtt Lýðveldi sem verður kallað NÝJA ÍSLAND og gefa skít í hitt Íslandið í minni orðræðu. Fyrir þá sem vilja vera með mér í hinu nýja lýðveldi bendi ég á þessa síðu. Velunnarar hins nýja lýðveldis finna leiðbeiningar um þátttöku borgara sem hafa áhuga á réttlæti og bræðralagi gegn kúgandi valdkerfi neðst á síðunni.  Þið getið alveg verið róleg ég ætla ekkert að vera forseti en öllum þeim sem langar að vera forsetar mega það. Þeirri stöður fylgir sá heiður að þeir sem eru kallaðir forsetar mega hengja eitthvað drasl á fólk og kalla það að því sé sýndur heiður.

Í Nýja íslandi verða sett nokkur markmið:

Burt með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Fólkið í landinu skiptir mestu máli

Allar fjölskyldur eiga rétt á heimili, mat, heilbrigðisþjónustu og menntun

Aðildarviðræður um ESB eru ótímabærar og gjaldeyriseyðsla

Nýta orku á arðbæran hátt fyrir þjóðina

Vernda skal náttúru landsins

Fólk á að hjálpast að í kreppu

Ekkert barn á að vera svangt

Tryggja matvælaöryggi á Nýja Íslandi

Vera dálítið hallærislegur og styðja það smáa og gjöfula

Frelsa atvinnulífið úr helsi lénsherraveldis, hafta, vanhæfra eftirlitsstofnanna, einokunar og samþjöppunar

Taka auðlindaskatt af stóriðju

Taka kvótann af lénsherrunum

Frelsa matvælaframleiðslu á Íslandi

Ekki samþykkja inngöngu í ESB næstu 3 árin

Vinna sjálf upp styrk krónunnar með því að skapa verðmæti en ekki skuldir

Reka fólk út að vinna með öllum ráðum

Í þessu lýðveldi eru allir jafnir og þverpólitískir

Lög lýðveldisins:

Lög nr 1. 2009

1. gr. Bannað að plata.

2. gr. Bannað að sýna þrælslund og trúa vörnum valdhafanna.

Hver sem er má koma með tillögu að viðbótum sem lagðar verða fyrir forsetaráð

Þeir sem vilja vera með geta valið um að skrá sig í kommentakerfið, senda link á önnur blogg eða heimasíður, gerst bloggvinir eða sent tölvupóst á jakobinaolafsdotti@yahoo.com

Tilgangur þessa bloggs er að skapa umræðu um það hvernig við viljum móta nýja Ísland.

Ég gef þá yfirlýsingu hér að stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir því verkefni eftir fréttir undangenginna daga.

Nýjum þegnum er bent að lesa á þessa grein og þessa grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju vebsiðu! Og frábært hugmynt, áfram lyðveldi!

Lissy (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 08:08

2 Smámynd: Nýja Lýðveldið Ísland

Til hamingu Lissy þú ert fyrsti þegnin í samfélaginu

Nýja Lýðveldið Ísland, 5.5.2009 kl. 10:51

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hef sjálfur stungið upp á því að t.d. Kópavogur segi sig úr lögum við Ísland og stofni nýtt lýðveldi.  Síðan væri öðrum sveitarfélögum, í Reykjavík bæjarhlutum, boðin þátttaka, þó þannig að skuldirnar yrðu skyldar eftir í gamla Íslandi.   Líklegast yrði því að skilja einhver hverfi Reykjavíkur útundan.

Marinó G. Njálsson, 5.5.2009 kl. 11:10

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Snilldarhugmynd Marinó. Þá fyrst yrði "gott að búa í Kópavogi"!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2009 kl. 11:15

5 Smámynd: Nýja Lýðveldið Ísland

Já enn sem komið er hefur hið nýja líðveldi ekkert landsvæði og hefur ekki sagt sig úr lögum.

Nýja Lýðveldið Ísland, 5.5.2009 kl. 11:15

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæl og blessuð Jakobína. Mikið er ég á þinni línu og væri svo sannarlega tilbúinn að skoða þetta mál! Eins og þú hefur eflaust sé undanfarna mánuði hef ég verið að Blogga um þessi mál þar sem ég hef alveg komið með fullt af hugmyndum!

dæmi:

http://hreinn23.blog.is/admin/blog/?entry_id=854609

http://hreinn23.blog.is/admin/blog/?entry_id=857250

og fleiri færslur! 

Jakobína í alvörunni hafðu samband og setjum í gang fundi!

email:

gudni@simnet.is

 Ég er svo sannarlega tilbúinn að koma að þessum málum! Ég hef svo líka verið innilega sammála þér inni á fundunum!

Setjum þetta í gang á fleira en bara Blogginu! Ég mun sannarlega fylgjast með þessu og skrifa hér inn.

Kær kveðja,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 5.5.2009 kl. 11:15

7 Smámynd: ThoR-E

Góð hugmynd.

Ég er game!

ThoR-E, 5.5.2009 kl. 11:59

8 Smámynd: Nýja Lýðveldið Ísland

Nýja lýðveldið er að verða nokkurð fjölmennt en mér telst til að fjöldi þegna sé komin í 0,002% af fjölda hins gamla Íslands.

Nýja Lýðveldið Ísland, 5.5.2009 kl. 12:06

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Breytt stjórnarskrá = Nýtt lýðveldi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 15:34

10 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

undirrituð meðtalin.

Margrét Sigurðardóttir, 5.5.2009 kl. 22:19

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Nýtt lýðveldi getur gert stóra hluti og undirbúið fyrir alvöru hina endanlegu Byltingu! Því fleiri sem verða með því sterkari verðum við!

Jakobína ég er leitandi inná við líka og vil segja þér að ég fékk sérstaka uppljómun og vitrun snemma í morgun áður en að þetta kom á bloggið mitt sem skilaboð sem svo þetta er málið! Þetta gerum við!

Við getum ekki annað en unnið á endanum!

Guðni Karl Harðarson, 5.5.2009 kl. 23:21

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég var að bíða eftir "Game"

3. grein 

Landsmenn allir sem til þess geta skulu leggjast á eitt að vinna saman til að byggja upp hið "Nýja Lýðveldi"

Og ég bíð mig fram í forsetaráð

Guðni Karl Harðarson, 5.5.2009 kl. 23:42

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Kveðja þangað til á morgun.

Guðni Karl Harðarson, 6.5.2009 kl. 00:03

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Fyrir árhundraði síðan þegar ég var ungur í Vestmannaeyjum var í gangi í Eyjum sú hugmynd að segja sig úr lögum við stærstu eyjuna við Vestmannaeyjar og lýsa yfir sjálfstæði Vestmannaeyja. Og af hverju ekki? Við lögðum til um 12% af þjóðarauðnum en fengum örfá % þess í okkar hlut. Flestir grínuðust með þetta en kannski var þetta raunhæf hugmynd. Á sama hátt er líka hægt að segja sig úr lögum við reglugerðir og lög þar sem öðrum eru gefin hátrompin (verðtrygging og okurvextir) og hinum hundarnir. ( 2-3% launakröfur verkalýðseigendafélaganna). Ásamt 20% verðbólgu sem er reiknuð útfrá kolröngum forsendum.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.5.2009 kl. 01:33

15 Smámynd: Nýja Lýðveldið Ísland

Velkomin í Nýja Lýðveldið Ísland Ævar.

Ég hugsa að fyrsta verkefni Hins Nýja Lýðveldis sé kortlagning.

Það þarf að gera heildarmynd af atburðarrás hrunsis og afleingum og skilgreina afleiðingar fyrir hverja.

Ég er núna að lesa ógeðslega flókna grein um jöklabréf og ætla að reyna að skilja þau.

Svo var ég að fá upp hjá Birni Þorra tölurnar fyrir það sem ríkissjóður hefu hent í bankanna (sjá kreppan).

Nýja Lýðveldið Ísland, 6.5.2009 kl. 01:40

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf líka að fá botn í þetta með verðbólguna og útreikning verðtrygginga

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.5.2009 kl. 01:45

17 identicon

Ég er sko með, engin spurning. En mig langar samt að koma með tillögu, í stað þess að innlima þegna þá verður öllum boðið að gerast borgarar sem hafa áhuga á réttlæti, bræðralagi og velferð, og bera virðingu fyrir samferðamönnum sínum ásamt að sjálfsögðu öllu því sem stofnandi lýðveldisins hefur lagt upp með.

Hef engan áhuga á "virðingastöðu" en fynnst eftirsóknavert að bera virðingu fyrir samferðamönnum mínum.

kveðja, Toni

Toni (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 03:31

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Velkomin Tony.

 Ég tek undir það með þér þetta er samfélag fyrir þá sem hafa áhuga á réttlæti, bræðralagi og velferð og þá sem bera virðingu fyrir samferðamönnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.5.2009 kl. 14:01

19 identicon

Takk fyrir Jakobína

Mér finnst eins og ég sé komin heim. Hlakka til að sjá fleiri bætast í hópinn.

Toni (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 15:50

20 identicon

Þið hljótið að getað fundið samhljóm með ýmsum nýnasistaflokkum, sem eru við lýði víða um heim.

Shirinovsky í Rússlandi gæti líka komið með hugmyndir í púkkið.

Og svo auðvitað Magnús Þór Hafsteinsson, sem ekkert útlenskt vill sjá og hefur jafn mikla fordóma gagnvart Evrópu.

Evreka (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:22

21 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heyr, heyr Óskar

Guðni Karl Harðarson, 6.5.2009 kl. 23:26

22 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jakobína og þið öll. Mér er alvara! Nú þurfum við að útvynkla þessa hugmynd með Lýðveldið Nýja Ísland.

Nr. 1 þurfum að safna inn meðlimum með Bloggurum.

Nr. 2 safna inn meðlimum úti í þjóðfélaginu.

Nr. 3 að láta vita að við séum orðinn stór hópur!

= nr. 1 við gætum skorað á bloggara að koma inn á þetta Blogg með því að auglýsa hana á Bloggum okkar og safna bloggvinum á hana. Það ætla ég að gera því ég er fyrir alvöru búinn að fá nóg og vil búa til eitthvað mjög gott!

= nr. 2 síðan gætum við byrjað að búa til dreyfimiða þegar að nr. 1 er komið vel í gang!

= nr. 3 hér á ég við að þá verðum við tilbúin með markmiðin. Ég er dálítið að hugsa að byrjunin sé "kröfuhópur sem safnar fólki inn í "Nýtt Ísland" sem Ríki í ríkinu og koma fram með alvöru kröfur um að það verði ekki traðkað á réttindum fólks í landinu. Það væri fyrir alvöru hægt að búa til battery kringum þetta! Búa til kröfulista um hvað við viljum láta Ríkisstjórn gera og fá fólk til að koma líka með sína lista og hugmyndir í þá veru.

Í þessum tilgangi þegar og ef fer í gang þá þyrftum við að setja upp (lokað) spjallborð þar sem þeir sem vilja vera með geta sett inn hugmyndir um hvað væri hægt að gera.

En fyrst! Söfnum meðlimum á bloggum okkar og emailum. Byggjum þetta vel upp.

Guðni Karl Harðarson, 6.5.2009 kl. 23:40

23 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Lifum í lukku en ekki krukku.

Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 00:02

24 Smámynd: Nýja Lýðveldið Ísland

Þakka þér fyrir Ari og ég vona að þú hafir haft það gott í útlöndum.

Nýja Lýðveldið Ísland, 7.5.2009 kl. 01:43

25 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, ég hafði það gott, vissi reyndar ekki að það væri hægt að hafa það svona gott, hlýtt og notalegt en á köflum fullheitt en samt gaman að upplifa slíkt.

Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 02:34

26 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Flott hjá þér Jakobína.Nú þurfa hlutirnir að gerast hratt áður en landráðaflokkurinn fær að gambla með þessi lán í staðin fyrir stóla í Brussel,það þarf byltingu ekki seinna en í gær.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 8.5.2009 kl. 05:07

27 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Má ég vera memm?

Axel Þór Kolbeinsson, 11.5.2009 kl. 08:45

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Velkomin í hópinn Axel

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband